6. Apr

Persónuleikarnir! HÍ vs hr! ANIMA vs mentos!

Birt þann 6. Apr. 2022 - Finnbogi Jónsson

Jæja það er komið að stærstu sálfræðikeppni ársins. Við höfum gert það árlega að hitta "félaga" okkar í mentos til þess að keppa um bikarinn í drykkjuleikjum og hver sé almennt betri. Fyrir covid höfðum við af þeim bikarinn tvö ár í röð og situr hann nú stoltur á okkar vegum. Hann má ekki fara til baka til þeirra. Það verður keppt í Beer pong, flip-a-cup, blöðru cup, chug og fleira. Vinningshafinn fær svo að halda bikarnum og monta sig fyrir þessum fkn HR-ingum.

Það verður pizza og bjór á staðnum (mjög ódýrt) svo það er sniðugt að koma með sitt eigið! Við ætlum að rústa Mentos.

kvöldið sjálft er á miðvikudaginn 13. apríl kl 18:30 í miðju páskafríinu! Og það verður haldið í partísal á austurströnd 3, seltjarnarnesi

Við skulum rústa þessum villingum. Takk og bless

Þau eru samt ágæt.

28. Mar

LYNGBREKKA v2

Birt þann 28. Mar. 2022 - Finnbogi Jónsson

Tími til að fara út á land og í haga, hella í sig bjór og vini plaga.

Aldrei heyrði ég aðra eins kæti, er ég mættá lyngbrekku. Með læti.

Við ætlum semsagt að dúndra aftur til Lyngbrekku hjá Borgarnesi, Það verður heljarinnar veisla ef eitthvað. Það verða leikir, drykkjuleikir, tónlist, dans og læti.

ATH ÞAÐ ER MÆTING Í LYNGBREKKU KLUKKAN 16:00 SHARP! ! ! annars gætuð þið misst af rútunni á vísó. það þarf tíma til að koma sér fyrir áður en lagt er að stað FRÁ Lyngbrekku. Eftir það er farið aftur til baka á lyngbrekku og þar verður bullumsveittpartí alll night.

Boðið verður upp á pizzu á staðnum og snakk og munch fyrir extra hangry fólk. Það verður líka bjór í boði ANIMA en hann nýtist mest í alla drykkjuleikina sem farið verður í! Svo fyrir þá sem eru thirsty þá er líka BYOEB (bringyourownextrabooze).

Gist verður í eina nótt, föstudagsnótt og svo haldið til baka á laugardaginn. Allt þetta fyrir litlar 5000kr. Því miður er ekki rúta til Lyngbrekku svo endilega carpoolið!! Við gætum reynt að finna pláss fyrir þá sem vantar en spyrjið tímalega.

Heyrið í okkur með spurningar um hvað sem er! hlökkum til að djamma með ykkur!!

22. Mar

Vísó! ATTENTUS

Birt þann 22. Mar. 2022 - Finnbogi Jónsson

Leiðin liggur til Attentus. Attentus sérhæfir sig í ráðgjöf og þjónustu sem snýr að öllu rekstrartengdu út frá áherslum mannauðsstjórnunar. Þau byggja á fagþekkingu, reynslu og metnaði. Ráðgjafar þeirra hafa allir unnið við stjórnun í íslenskum fyrirtækjum og ætla að deila reynslu sinni með okkur bla bla hvað með BJÓRINN? Það eru sko heil 28 sæti í boði!

Mæting er í Attentus, suðurlandsbraut 4 núna á **föstudaginn 25. mars kl 17

Boðið verður upp á léttar veitingar og þá BJUR og léttwine

Vísóstjórar eru þær Sigurbjörg Ósk (615-2249) og Hanna Tara (849-1019) spyrjið.

15. Mar

VÍSÓ - gróska (FRACTAL 5) v2

Birt þann 15. Mar. 2022 - Finnbogi Jónsson

Sæl öllsömul!

Vísó í þetta skiptið verður í Fractal 5, á annari hæð í Grósku Gróska er staðsett í vatnsmýrinni við Bjargargötu 1. Fractal 5 er að taka sér fyrir hendur að hanna samfélagsmiðil og ætla þeir að kynna starfsemina fyrir okkur.

Mæting er kl 17 á föstudaginn 18. mars. Aðeins 20 pláss í bóði svo get to it.

Veitingar og skemmilegheit. Fjölferð í BÆINN eftirá? já.

Vísóstjórar eru þau Raghnhildur og Ísak, hit them up ef það eru einhverjar spurningar!

21. Feb

VÍSÓ - ESB

Birt þann 21. Feb. 2022 - Finnbogi Jónsson

Holy balls núna erum við að fara til ESB og skralla þar og spjalla um allar þær stefnur og störf sem felast elsku Evrópu okkar. Mæting er á föstudaginn núna 25.02 þar sem veitingar verða í boði á meðan birgðir endast.

Staðstetningin er Tryggvagata 27

Bara 18 sæti í boði!!!

Vísóstjórar eru þeir Arnar Logi (864-6235) og Óskar Le (659-6470) Tékkið á þeim með spurningar!